top of page

Ullarskikkjur

 

 

 

 

 

Stærðirnar eru þrjár:

Barnastærð
Fullorðinsstærð minni
Fullorðinsstærð stærri
Vandaðar og fallegar ullarskikkjur úr síðustu metrunum af íslensku ullarefnunum sem ofin voru í Gefjunnarverksmiðjunni á Skagaströnd.

Skikkjurnar eru handlitaðar og úr 100% íslenskri ull og því tilvaldar í rammíslensk ævintýri, jafnt úti sem inni. 
 
Þær eru hringsniðnar og litaðar af mikilli kostgæfni, en engar tvær skikkjur eru alveg eins. 
 
Skikkjurnar eru hlýjar, slitsterkar og endingagóðar og barnaskikkjurnar passa lengi á hvert barn. 

Á fullrðinsskikkjunum er krækja í hálsmálinu, en smella er á þeim minni sem losnar við álag.
 
Hægt er að sérpanta óskaskikkjuna hjá KRBerman.
 
bottom of page